Fara í innihald

Nintendo Switch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 20. nóvember 2020 kl. 14:38 eftir Gunnar.offel (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. nóvember 2020 kl. 14:38 eftir Gunnar.offel (spjall | framlög) (png)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Nintendo Switch með standara.

Nintendo Switch er leikjatölva frá Nintendo sem kom út 3. mars 2017. Hana má nota bæði sem smáleikjatölvu og tengda við sjónvarp. Heima má setja hana í hleðsludokku sem er tengd við sjónvarp um HDMI-snúru. Hún er líka með fjölsnertiskjá sem nota má á ferðinni þegar tölvan er ekki í dokkunni.

Hún er með þráðlausum stýripinnum með tökkum, hreyfingarskynjurum og titringsmótor. Festa má stýripinnana við tölvuna með því að renna þeim í raufar hvorum megin á tölvunni. Taka má stýripinnana af og nota hvorn fyrir sig þannig að tveir geta spilað saman.

Spila má með öðrum bæði á netinu og um þráðlaust staðarnet. Leikirnir fást bæði á hefðbundum kubbum og í netinu í Nintendo eShop.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.