Fara í innihald

Arne Slot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Arne Slot.

Arend Martijn "Arne" Slot (f. 17. september 1978) er hollenskur knattspyrnustjóri og fyrrum leikmaður. Slot stýrði Feyenoord í Hollandi áður en hann tók við Liverpool FC sumarið 2024.

Slot spilaði sem miðjumaður 1995-2013, fyrir FC Zwolle, NAC Breda og Sparta Rotterdam. Hann hóf þjálfun árið 2016 og með Feyenoord komst hann í úrslit Sambandsdeildar Evrópu, vann Eredivisie og KNVB Cup.