Fara í innihald

Colima (fylki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kort.

Colima er fylki í vestur og mið-Mexíkó. Það er fjórða minnsta fylkið eða 5.627 km2 og eru íbúar um 730.000 (2020). Höfuðborgin er Colima. Lífsgæði í fylkinu eru með þeim hærri í landinu. Eldfjallið Colima (3.839 metrar) er virkt og gaus síðast 1999. Það er á mörkum Jalisco-fylkis.

Langt undan ströndum fylkisins eru eldfjallaeyjarnar Revillagigedo-eyjar sem tilheyra því. Þær eru á verndarskrá UNESCO.