Fara í innihald

Hlutfall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Hlutfall er samband tveggja talna n og m, gefið með setningunni „n á móti m“ eða „n af hverjum m“ . Hlutfall má einnig setja fram sem almennt brot: n/m eða n:m, sem tugabrot eða hundraðshluta. Algeng hlutföll eru hálfur, þriðjungur og fjórðungur. Dæmi: „Helmingurinn féll á prófinu“, „1 af hverjum 3 les blöðin daglega“, eða „25% þjóðarinnar eru ólæs“.

Hlutföll geta einnig verið óræð, t.d. , sem er ummál hrings á móti þvermáli og gullinsnið, sem algengt er í byggingarlist og myndlist. Í ljósmyndun og sjónvarpstækni er oftast notast við hlutföllin 3/2, 4/3 og 1/1, en breiðskjár hefur hlutföllin 16/9.

Tákn

Stærðfræðitáknið ∝ gefur til kynnaað tvö gildi séu í beinu hlutfalli við hvort annað, merkir til dæmis að A sé í beinu hlutfalli við B. Ef þá væri .

Unicode-táknið fyrir þetta er U+221D.