Fara í innihald

Liverpool (knattspyrnufélag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Liverpool Football Club
Merki
Fullt nafn Liverpool Football Club
Gælunafn/nöfn Rauði Herinn, Þeir rauðu (The Reds)
Stytt nafn Liverpool F.C.
Stofnað 1892
Leikvöllur Anfield
Stærð 60.725
Knattspyrnustjóri Arne Slot
Deild Enska úrvalsdeildin
2023-2024 3. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Liverpool Football Club er enskt knattspyrnufélag sem var stofnað árið 1892 og hefur spilað á Anfield, Liverpool frá upphafi. Liðinu er nú stjórnað af Hollendingnum Arne Slot.

Liverpool hefur unnið 19 titla í efstu deild, 8 FA-bikara, 9 deildarbikara, 15 samfélagsskildi. Í Evrópu hefur liðið unnið 3 Europa League titla, 6 Meistaradeildartitla, 4 ofurbikara. Auk þess vann félagið 1 FIFA Club World Cup.

Félagið varð Englandsmeistari árið 2020 í fyrsta skipti í 30 ár undir stjórn Jürgen Klopp og vann Meistaradeild Evrópu árið 2019. Klopp kom liðinu þrisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Eftir nær 3 og hálft ár þar sem félagið tapaði ekki leik á Anfield þá tapaði það 6 leikjum í röð tímabilið 2020-2021 sem er met. Á 8. og 9. áratugunum var sigurganga liðsins mikil, knattspyrnustjórar eins og Bill Shankly, Bob Paisley, Joe Fagan og Kenny Dalglish færðu liðinu 11 titla og 4 Evrópubikara. Helsti rígur liðsins er gegn Manchester United og Everton. Lag liðsins og slagorð er "You'll Never Walk Alone" sem var frægt með hljómsveitinni Gerry and the Pacemakers á 6. áratug 20. aldar.

John Houlding, stofnandi Liverpool

Titlar

(* sameiginlegir sigurvegarar)

Rígar

Rígurinn við Manchester United

Liverpool á í miklum ríg við Manchester United og er rígurinn á milli liðanna einn sá stærsti í Evrópu. Þessi rígur hefur haldist lengst af öllum rígum í sögu enska boltans. Rígurinn er nánast jafn gamall liðunum sjálfum því borgirnar eru aðeins í 50km fjarlægð hvor frá annari. Manchester var mikil iðnaðarborg á meðan Liverpool var hafnarborg og mismunandi menning borganna leiddi til metings og rígs á milli íbúanna sem birtist í leikjum Liverpool og Manchester United. Árið 1887 hófu nokkrir athafnamenn í Manchester að grafa skipaskurð til sjávar þrátt fyrir andstöðu stjórnmálamanna í Liverpool sem sáu fram á að höfnin þar myndi missa viðskipti. Skurðurinn jók óvildina sem var nú þegar á milli íbúa borganna.  

Leikmaður Manchester United fær rautt spjald í leik gegn Liverpool

Fótboltabullur á meðal stuðningsmanna beggja liða hika ekki við að nota harmleiki úr sögu liðanna til að láta í ljós fyrirlitningu á andstæðingnum. Til dæmis má heyra stuðningsmenn Manchester United syngja níðsöngva um harmleikinn við Hillsborough og eins syngja stuðningsmenn Liverpool stundum söngva um flugslysið í München í febrúar 1958.[1]

Leikmenn 2024

Markmenn

Varnarmenn

Miðjumenn

Sóknarmenn

Toppurinn á Shankly-hliðinu, þar sem stendur „You`ll never walk alone“

Leikjahæstir

Tíu leikjahæstu leikmenn í sögu Liverpool
Númer leikmaður Ár Leikir
1 Ian Callaghan 1959–1978 857
2 Jamie Carragher 1996–2013 700
3 Ray Clemence 1968–1981 665
4 Emlyn Hughes 1966–1979 665
5 Ian Rush 1980–1987, 1988–1996 660
6 Phil Neal 1974–1986 650
7 Tommy Smith 1962–1979 638
8 Bruce Grobbelaar 1981–1994 628
9 Alan Hansen 1977–1990 620
10 Steven Gerrard 1998–2015 586
Ian Rush er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk í sögu Liverpool

Markahæstir

Uppfært í júní 2023

Tíu markahæstu leikmenn í sögu Liverpool
Númer Leikmaður Ár Mörk
1 Ian Rush 1980–1987, 1988–1996 346
2 Roger Hunt 1959–1970 285
3 Gordon Hodgson 1925–1936 241
4 Billy Liddell 1945–1961 228
5 Mohamed Salah 2017– 204
6 Steven Gerrard 1998-2015 186
7 Robbie Fowler 1993–2001, 2006–2007 183
8 Kenny Dalglish 1977–1990 172
9 Michael Owen 1997–2004 158
10 Harry Chambers 1919–1928 151

Þekktir leikmenn sem hafa spilað fyrir félagið

   

Stærstu sigrar og töp

5 stærstu sigrarnir
Dagsetning Úrslit Andstæðingur Keppni
1974-09-17 11–0 Strømsgodset Evrópukeppni bikarhafa
1969-09-16 10–0 Dundalk F.C Inter-Cities Fairs Cup
1986-09-23 10–0 Fulham Enski deildabikarinn
1896-02-18 10–1 Rotherham United Enska fyrsta deildin (1888-1992)
1980-10-01 10–1 Oulun Palloseura Meistaradeild Evrópu
Fimm stærstu töpin
Dagsetning Úrslit Andstæðingur Keppni
1954-12-11 1–9 Birmingham City Enska fyrsta deildin (1888-1992)
1934-11-10 0–8 Huddersfield Town AFC Enska fyrsta deildin (1888-1992)
1934-01-01 2–9 Newcastle United FC Enska fyrsta deildin (1888-1992)
1932-05-07 1–8 Bolton Wanderers FC Enska fyrsta deildin (1888-1992)
1934-09-01 1–8 Arsenal FC Enska fyrsta deildin (1888-1992)

Heimildir

  1. „Liverpool and United call on fans to stop 'tragedy chanting'. AP News (enska). 4. mars 2023. Sótt 24. desember 2023.

Tenglar