Fara í innihald

Vibrio vulnificus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Vibrio vulnificus
Litbreytt rafeindasmásjármynd af Vibrio vulnificus.
Litbreytt rafeindasmásjármynd af Vibrio vulnificus.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylking: Pseudomonadota
Flokkur: Gammaproteobacteria
Ættbálkur: Vibrionales
Ætt: Vibrionaceae
Ættkvísl: Vibrio
Tegund:
V. vulnificus

Tvínefni
Vibrio vulnificus
(Reichelt et al. 1976)[1]
Farmer 1979[2]
Samheiti

Vibrio vulnificus er tegund af Gram-neikvæðum, hreyfanlegum, sveigðum staflaga bakteríum í ættkvíslinni Vibrio. Hún fyrirfinnst í sjávarumhverfi, svo sem árósum, ísöltum tjörnum eða strandsvæðum. V. vulnificus er sjúkdómsvaldandi eins og skyld tegund; V. cholerae, sem veldur kóleru.[3][4] Að minnsta kosti eitt afbrigði af V. vulnificus er með lífljóma.[5]

Sýking af V. vulnificus veldur blóðeitrun eða vefjadrepi sem getur breiðst hratt út.[6] Hún var fyrst greind sem sjúkdómsvaldur 1976.[7]

Tegundin finnst aðallega í Mexíkóflóa þar sem hún hefur valdið mörgum dauðsföllum, ýmist með sýkingar í sár, inntöku á sjó eða við át á hráu eða vanelduðu fiskmeti þaðan. Dánartíðni getur verið um 33%. Sýklalyf ins og cephalosporin og tetracycline eru helsta vörnin.

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Reichelt JL, Baumann P, Baumann L (október 1976). „Study of genetic relationships among marine species of the genera Beneckea and Photobacterium by means of in vitro DNA/DNA hybridization“. Arch. Microbiol. 110 (1): 101–20. doi:10.1007/bf00416975. PMID 1015934. S2CID 23759213.
  2. Farmer JJ (október 1979). „Vibrio ("Beneckea") vulnificus, the bacterium associated with sepsis, septicaemia, and the sea“. Lancet. 314 (8148): 903. doi:10.1016/S0140-6736(79)92715-6. PMID 90993. S2CID 34979437.
  3. Oliver JD, Kaper J (2001). Vibrio species. pp. 263-300 In: Food Microbiology: Fundamentals and Frontiers. (Doyle MP et al., editors) (2nd. útgáfa). ASM Press. ISBN 978-1-55581-117-4.
  4. Oliver JD (2005). „Wound infections caused by Vibrio vulnificus and other marine bacteria“. Epidemiol Infect. 133 (3): 383–91. doi:10.1017/S0950268805003894. PMC 2870261. PMID 15962544.
  5. "Glowing" Seafood?" (PDF). U.S. Food And Drug Administration Seafood Products Research Center.
  6. James, William D.; Berger, Timothy G. (2006). Andrews' Diseases of the Skin: Clinical Dermatology. Saunders Elsevier. ISBN 978-0-7216-2921-6.
  7. Hollis DG, Weaver RE, Baker CN, Thornsberry C (apríl 1976). „Halophilic Vibrio species isolated from blood cultures“. J. Clin. Microbiol. 3 (4): 425–31. doi:10.1128/jcm.3.4.425-431.1976. PMC 274318. PMID 1262454.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.