Beint í aðalefni

Öryggisábendingar fyrir ferðalanga

Notaðu Booking.com á öruggan hátt

Svona getur þú verndað þig á netinu

Sem notandi vettvangs okkar getur þú hjálpað okkur við að vernda svæðin þín og auðkennisupplýsingar þínar með því að vera á varðbergi gagnvart tölvupóstum sem innihalda hlekki og/eða viðhengi, tölvupóstum sem biðja þig að innskrá þig eða tölvupóstum sem biðja þig að slá inn persónulegar eða fjárhagslegar upplýsingar. Einstaklingar gætu líka reynt að fá aðgang að persónulegum eða fjárhagslegum upplýsingunum þínum með því að hringja í þig, en það kallast „samskiptablekkingar“.

Tilkynna til Booking.com

Leyfðu tveggja skrefa auðkenningu á svæðinu þínu

Tveggja skrefa auðkenning (2-factor authentication eða 2FA) bætir einu öryggislagi til viðbótar við svæðið þitt. Ef hætta er á að notandanafnið eða lykilorðið þitt verði berskjölduð sendir Booking.com sérstakan sannreyningarkóða í snjalltækið þitt sem þarf að sýna áður en leyfður er aðgangur að svæðinu þínu.

Fara í stillingar svæðis

Þjónustuver

Vinsamlegast hafðu í huga að þjónustufulltrúar okkar myndu aðeins biðja þig um að gefa upp bókunarnúmer og/eða PIN-númer bókunarinnar. Þjónustufulltrúar okkar myndu ekki biðja þig um að gefa upp lykilorðið fyrir svæðið þitt á Booking.com eða aðrar viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmerið þitt.

Hafa samband við þjónustuverið

Vantar þig einhverjar upplýsingar? /

Takk fyrir að deila


Val á öruggum áfangastað

Fjölskylda að njóta frísins

Athugaðu kröfur á staðnum

Í sumum löndum gæti gestgjafi þinn beðið um að fá að geyma annaðhvort afrit af skilríkjunum þínum eða skilríkin sjálf sem öryggistryggingu, vegna skattlagningar eða reglugerða á staðnum. Í sumum löndum gætir þú þurft að sýna hjónabandsvottorð til að fá að gista í sama herbergi og maki þinn.

Skoðaðu öryggislög og -reglugerðir

Það er alltaf góð hugmynd að skoða ferðaviðvaranir frá stjórnvöldum áður en haldið er af stað eða athuga hjá sendiráði þíns lands hvort einhverjar ferðaviðvaranir séu í gildi eða hvort krafist sé sérstakrar vegabréfsáritunar. Flettu upp neyðarnúmerinu á áfangastaðnum. Athugaðu matar- og vatnsreglugerðir – gakktu t.d. úr skugga um að vatn úr krönum sé drykkjarhæft áður en þú drekkur það.

Athugaðu ferðatakmarkanir í tengslum við kórónaveiruna (COVID-19)

Ferðalög á heimsvísu eru alltaf að breytast og nú sem aldrei fyrr er heilbrigði og hreinlæti ferðalöngum ofarlega í huga. Heilbrigði og öryggi samstarfsaðila okkar og gesta þeirra er forgangsatriði hjá okkur. Þess vegna höfum við tekið saman nokkrar gagnlegar ábendingar og upplýsingar til að veita þér hugarró þegar þú býrð þig undir ferðalög framtíðarinnar.

Skoða úrræði í tengslum við COVID-19

Svona finnur þú rétta gististaðinn

Faðir sem brosir til barnsins síns

Skoðaðu skilmála gististaðarins

Athugaðu skilmála gististaðarins vel og vandlega áður en þú bókar, þar með taldar reglur um greiðslur og tjónatryggingu og aukagjaldakaflann. Ef gestgjafi biður þig um greiðslu sem er ekki samkvæmt skilmálunum skaltu ekki senda hana. Þegar réttmæt færsla (t.d. greiðslur og/eða breytingar á bókun) á í hlut þarft þú aldrei að greiða fyrir hana með gjafakortum sérstaklega eða gefa upp kreditkortaupplýsingarnar þínar í síma, SMS-skilaboðum eða tölvupósti. Alla skilmálana er að finna í kaflanum um húsreglur gististaðarins sem þú ert að íhuga (þær eru fyrir ofan myndirnar á síðu gististaðarins).

Lestu umsagnirnar

Skoðaðu umsagnir frá fyrri gestum, þar með taldar nákvæmar umsagnir og einkunnir fyrir hluti eins og hreinlæti og aðstöðu. Gestir geta aðeins skilið eftir umsögn eftir að þeir hafa lokið við dvöl á tilteknum gististað þannig að þú getur verið viss um að umsagnirnar eru byggðar á raunverulegri reynslu gesta.

Fínstilltu leitina

Nýttu þér leitarsíurnar – allt frá verði og tegund gististaðar til aðstöðu – til að finna gististað sem hentar þínum þörfum. Taktu sérstaklega eftir aðbúnaðinum, húsreglunum, greiðslu- og afpöntunarskilmálunum þegar þú lest upplýsingarnar um gististaðinn.

Ef þú ferðast með ung börn þarftu að gæta þess að gististaðurinn sem þú ert að bóka sé nógu öruggur fyrir börn.


Undirbúningur ferðarinnar

Ferðalangur tilbúinn til brottfarar á flugvellinum

Skoðaðu staðfestingartölvupóstinn þinn

Þú finnur réttar upplýsingar um fyrirframgreiðslur, tjónatryggingar og fleira í staðfestingartölvupóstinum frá Booking.com. Ef þú færð greiðslubeiðni sem hljómar mjög áríðandi (t.d. að þú eigir að framkvæma bankamillifærslu innan sólarhrings eða bókunin verði afpöntuð) eða ef gististaður krefst þess að eiga samskipti við þig utan vettvangs Booking.com skaltu hafa samband við þjónustuverið okkar til að fá frekari aðstoð.

Kynnstu gestgjafanum þínum

Fáðu svör við spurningum þínum áður en þú bókar eða gistir. Þú getur haft beint samband við suma gististaði hjá okkur með því að smella á „Hafa samband við gestgjafann“. Það er líka hægt að leggja fram sérstaka beiðni þegar þú bókar. Passaðu að senda bara skilaboð í gegnum kerfið okkar til þess að allir aðilar séu með á nótunum.

Skoðaðu hvaða þjónusta er til staðar

Við erum með mismunandi tegundir gististaða (t.d. íbúðir, gistiheimili og hótel) á vefsíðunni okkar. Ef þú bókar gistirými sem deilt er með öðrum mátt þú búast við því að aðrir gestir verði þar. Ef þú bókaðir íbúð skaltu athuga að ekki er víst að það sé móttaka allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.


Eigðu góða ferð

Par að fá sér kaffi á ferðalaginu

Skoðaðu gististaðinn við komu

Við komuna á gististaðinn skaltu athuga hvar allan öryggisbúnað og öryggisupplýsingar sem þú gætir þurft á að halda er að finna. Ef þú ert ekki viss hvar eitthvað eins og sjúkrakassinn eða slökkvitækið er staðsett skaltu ekki hika við að spyrja gestgjafann að því. Það er alltaf betra að vera viðbúin(n).

Taktu tillit til íbúa staðarins

Á meðan þú gistir á gististaðnum eða notar aðra þjónustu í gegnum Booking.com skaltu taka tillit til íbúa staðarins. Reyndu að halda öllum hávaða sem gæti truflað nágrannana í lágmarki, taktu tillit til laga og hefða staðarins og vertu meðvitaður/-uð um það hvaða áhrif þú hefur á umhverfið.


Hvað á að gera ef eitthvað fer úrskeiðis

Innlendar neyðarlínur

  • Abkasía
  • Afganistan
  • Albanía
  • Alsír
  • Andorra
  • Angóla
  • Angvilla
  • Antígva og Barbúda
  • Argentína
  • Armenía
  • Arúba
  • Aserbaídsjan
  • Ástralía
  • Austurríki
  • Austur-Tímor
  • Bahamaeyjar
  • Bandaríkin
  • Bandaríska Samóa
  • Bandarísku Jómfrúaeyjar
  • Bangladess
  • Barbados
  • Barein
  • Belgía
  • Belís
  • Benín
  • Bermúda
  • Bólivía
  • Bonaire, Sankti Estatíusey og Saba
  • Bosnía og Hersegóvína
  • Botsvana
  • Brasilía
  • Bresku Jómfrúaeyjar
  • Bretland
  • Brúnei
  • Búlgaría
  • Búrkína Fasó
  • Búrma
  • Búrúndí
  • Caymaneyjar
  • Chile
  • Cooks-eyjar
  • Curaçao
  • Danmörk
  • Djíbútí
  • Dóminíka
  • Dóminíska lýðveldið
  • Egyptaland
  • Eistland
  • Ekvador
  • El Salvador
  • Erítrea
  • Esvatíní
  • Eþíópía
  • Færeyjar
  • Falklandseyjar
  • Fijieyjar
  • Fílabeinsströndin
  • Filippseyjar
  • Finnland
  • Frakkland
  • Franska Gvæjana
  • Franska Pólýnesía
  • Gabon
  • Gambía
  • Georgía
  • Ghana
  • Gíbraltar
  • Gínea-Bissá
  • Grænhöfðaeyjar
  • Grænland
  • Grenada
  • Grikkland
  • Guernsey
  • Gvadelúpeyjar
  • Gvæjana
  • Gvam
  • Gvatemala
  • Haítí
  • Holland
  • Hondúras
  • Hong Kong
  • Hvíta-Rússland
  • Indland
  • Indónesía
  • Írak
  • Íran
  • Írland
  • Ísland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Jamaíka
  • Japan
  • Jemen
  • Jersey
  • Jórdanía
  • Kambódía
  • Kamerún
  • Kanada
  • Kasakstan
  • Katar
  • Kenía
  • Kína
  • Kirgistan
  • Kíribatí
  • Kókoseyjar
  • Kólumbía
  • Kómoreyjar
  • Kongó
  • Konungsríkið Bútan
  • Kosóvó
  • Kosta Ríka
  • Krímskagi
  • Króatía
  • Kúba
  • Kúveit
  • Kýpur
  • Laos
  • Lesótó
  • Lettland
  • Líbanon
  • Líbería
  • Líbýa
  • Liechtenstein
  • Litháen
  • Lúxemborg
  • Lýðveldið Gínea
  • Lýðveldið Kongó
  • Madagaskar
  • Makaó
  • Malasía
  • Malaví
  • Maldíveyjar
  • Malí
  • Malta
  • Máritanía
  • Máritíus
  • Marokkó
  • Martiník
  • Mayotte
  • Mexíkó
  • Mið-Afríkulýðveldið
  • Miðbaugs-Gínea
  • Míkrónesía
  • Moldavía
  • Mön
  • Mónakó
  • Mongólía
  • Montserrat
  • Mósambík
  • Namibía
  • Nepal
  • Níger
  • Nígería
  • Nikaragúa
  • Norður-Makedónía
  • Noregur
  • Norfolkeyja
  • Nýja-Kaledónía
  • Nýja-Sjáland
  • Óman
  • Pakistan
  • Palestína
  • Panama
  • Papúa Nýja-Gínea
  • Paragvæ
  • Perú
  • Pólland
  • Portúgal
  • Púertó Ríkó
  • Réunion
  • Rúanda
  • Rúmenía
  • Rússland
  • Sádi-Arabía
  • Salómonseyjar
  • Sambía
  • Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
  • Samóa
  • Sankti Bartólómeusareyjar
  • Sankti Helena
  • Sankti Lúsía
  • Sankti Martin
  • Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
  • San Marínó
  • Saó Tóme og Prinsípe
  • Senegal
  • Serbía
  • Seychelles-eyjar
  • Síerra Leóne
  • Simbabve
  • Singapúr
  • Sint Maarten
  • Slóvakía
  • Slóvenía
  • Sómalía
  • Spánn
  • Srí Lanka
  • Suður-Afríka
  • Suður-Kórea
  • Suður-Súdan
  • Súrínam
  • Svartfjallaland
  • Sviss
  • Svíþjóð
  • Sýrland
  • Tadsjikistan
  • Taíland
  • Taívan
  • Tansanía
  • Tékkland
  • Tógó
  • Tonga
  • Trínidad og Tóbagó
  • Tsjad
  • Túnis
  • Túrkmenistan
  • Turks- og Caicoseyjar
  • Túvalú
  • Tyrkland
  • Úganda
  • Úkraína
  • Ungverjaland
  • Úrúgvæ
  • Úsbekistan
  • Vanúatú
  • Venesúela
  • Víetnam
  • Wallis- og Fútúnaeyjar
  • Þýskaland

Viðbrögð við hamförum

Við leitum sífellt nýrra leiða til að veita samstarfsaðilum okkar og gestum stuðning þegar eitthvað fer úrskeiðis. Starfsfólk okkar vinnur með opinberum starfsmönnum og stofnunum um allan heim til að veita aðstoð á staðnum þegar til hamfara kemur.

Ef til náttúruhamfara eða alvarlegra óöruggra aðstæðna kemur færð þú tölvupóst þar sem beðið verður um að þú staðfestir öryggi þitt (ef þú átt virka bókun á þeim tíma þegar viðburðurinn á sér stað). Ef bókunin þín er væntanleg en ekki orðin virk sér starfsfólk okkar um að afpanta hana ef það á við. Ef nauðsynlegt er aðstoðum við þig við að færa þig á annan stað, en það er metið eftir aðstæðum hverju sinni.

Skoða úrræði í tengslum við COVID-19

Ef svo ólíklega vill til að eitthvað fari úrskeiðis erum við þér innan handar. Hér finnur þú leiðbeiningar sem þú getur fylgt ef vandamál kemur upp ásamt upplýsingum um þau skref sem við fylgjum til að hjálpa þér.

Fyrsta skrefið er ávallt að hafa samband við gestgjafann eða starfsfólk gististaðarins og reyna að leysa vandamálið í samvinnu við þau. Ef það tekst ekki er starfsfólk þjónustuvers okkar þér ávallt innan handar ef eitthvað óvænt gerist. Það ber mestan árangur að hafa samband við þjónustuver þegar þú ert ennþá á gististaðnum.

Rangar gjaldfærslur

Hafðu samband við gestgjafann í gegnum skilaboðakerfið okkar eða hafðu samband við þjónustuverið. Mundu að aðeins má hafa samband við Booking.com í gegnum opinberar samskiptaleiðir okkar sem taldar eru upp á vefsíðunni og í appinu. Í réttmætum viðskiptum (t.d. greiðslur og/eða breytingar á bókunum) við Booking.com mun aldrei vera krafist af þér að greiða með gjafakorti eða þú beðin(n) um kreditkortanúmer í gegnum síma, sms eða tölvupóst.

Senda gestgjafanum skilaboð

Misferli

  • Tilkynntu það fyrst til yfirvalda: Ef um er að ræða ofbeldisfulla hegðun gestgjafans eða starfsfólks gististaðarins – hvort sem ofbeldið er munnlegt eða líkamlegt – skaltu hafa samband við yfirvöld undir eins.
  • Tilkynntu okkur það síðan: Ef svo ólíklega vill til að þú lendir í ofbeldisfullri hegðun, misferli eða annarri ólögmætri hegðun af hálfu gestgjafa eða starfsfólks gististaðarins er mikilvægt að við fáum að vita af því. Tilkynntu það í gegnum þjónustuverið okkar til að hjálpa okkur að vernda þig og aðra gesti okkar í framtíðinni.
Hafa samband við þjónustuver

Tapað og fundið

Ef þú skilur óvart eitthvað eftir á gististaðnum skaltu hafa samband undir eins við gestgjafann í gegnum skilaboðakerfið okkar og óska eftir aðstoð.

Senda gestgjafanum skilaboð

Vantar þig einhverjar upplýsingar? /

Takk fyrir að deila


Þessi grein er eingöngu ætluð til upplýsingar og felur ekki sér neina lögfræðilega ráðgjöf, réttindi eða ábyrgð. Vinsamlegast hafðu í huga að þú gætir þurft að gera viðbótarráðstafanir í sérstökum tilfellum.