Fara í innihald

Burger King

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Burger King staður á Spáni.
Merki keðjunnar frá 2020.

Burger King er bandarísk skyndibitakeðja sem selur hamborgara. Fyrsti veitingastaðurinn var opnaður árið 1953. Árið 2024 rekur keðjan um 19,200 veitingastaði um allan heim. Burger King var starfandi á Íslandi frá 2004 til 2008.

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Í ágúst 2003 var fyrst tilkynnt um komu Burger Kings til landsins.[1] Fyrsti veitingastaður Burger King hér á landi var opnaður þann 18. febrúar 2004 í Smáralind í Kópavogi.[2] Þann 16. desember 2004 opnaði annar Burger King staðurinn hér á landi í útibúi Essó í Ártúnsholti í Reykjavík, að Straumi 9 (þar sem að í dag er N1).[3] Báðir veitingastaðir Burger Kings á Íslandi lokuðu þann 30. desember 2008 vegna vandamála með innflutning á hráefnum.[4] Tankur ehf. rak Burger King á Íslandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Burger King í Smáralind síðar á árinu“. www.mbl.is. Sótt 29. júní 2024.
  2. „Burger King Smáralind - Myndasafn mbl.is“. www.mbl.is. Sótt 29. júní 2024.
  3. „Dagblaðið Vísir - DV - 273. tölublað (02.12.2004) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 29. júní 2024.
  4. „Síðasti sjéns til þess að fá sér Burger King á Íslandi - Vísir“. visir.is. 30. desember 2008. Sótt 29. júní 2024.